Sakfelldur fyrir að hóta að „kaghýða“ lögreglumann og móður hans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. maí 2017 14:30 Sævar Óli Helgason Sævar Óli Helgason, fyrrverandi nefndarmaður Pírata í Reykjavík, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí árið 2014. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. Þetta er í annað sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að þessari niðurstöðu í máli Sævars Óla. Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sævari frá nóvember 2015 í mars síðastliðnum. Héraðsdómur hafði áður dæmt Sævar í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Fyrir dómi neitaði Sævar Óli sök og krafðist sýknu. Fór hann fram á að vera dæmdur til samfélagsþjónustu og til þrautavara krafðist hann vægustu refsingar og að sakarkostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Í dóminum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þann 23. júlí árið 2014 hafi lögregla verið kvödd að hóteli við Laugaveg. Hafi Sævar Óli verið þar „verulega ölvaður“ og neitað að fara út. Hann hafi farið út eftir beiðni lögreglunnar en neitað að fara frá hótelinu þegar út var komið. Í skýrslu lögreglu segir að ákærði hafi ítrekað gengið ógnandi að lögreglumanninum sem nefndur er í ákærunni. Þá segir að Sævar hafi hringt í neyðarlínuna og sagt að maður væri að beita hann ofbeldi á Laugaveginum. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Í fangamóttöku á lögreglustöð hótaði hann að berja lögreglumanninn og móður hans.Bauðst til að draga hótanir sínar til baka Fyrir dómi sagðist Sævar Óli hafa hótað lögreglumanninum eftir að hann hótaði sér. Hann játaði einnig að hafa hótað móður lögreglumannsins. Hann segist hafa verið vakinn upp á hóteli og þegar hann var kominn út hefði lögreglumaðurinn komið á eftir sér. „Þá kvaðst ákærði hafa hringt í 112 og beðið um aðstoð lögreglu. Í framhaldinu kvaðst hann hafa verið handtekinn. Þá kvaðst hann hafa hótað lögreglumanninum að kaghýða hann og móður hans. Þessa hótun kvaðst hann hafa endurtekið í fangamóttökunni,“ segir í dóminum. Við yfirheyrslu daginn eftir kvaðst Sævar hafa verið verulega ölvaður og bauðst til að draga hótanir sínar til baka ef lögreglumaðurinn drægi sínar hótanir til baka. Hann kvaðst ekkert meint með hótununum heldur hafi hann verið að hefna sín og gjalda líku líkt.Viðurkenndi hótanirnar í opnu bréfi Málið var þingfest þann 29. maí árið 2015 en Sævar Óli viðurkenndi hótanir sínar í garði þeirra í opnu bréfi sem hann ritaði móður lögreglumannsins þann 6. júní árið 2015. Þar sagðist hann standa fastur á því að lögreglumaðurinn sé einn þeirra sem „umturnast við það að fara í lögreglubúning“ og sonur hennar eigi ekki heima innan lögreglunnar. Hann stendur þó fastur á því að lögreglumaðurinn hafi farið langt yfir strikið, svo langt að Sævar sjálfur hafi þurft að efna til borgaralegrar handtöku lögreglumannsins. Í bréfinu til móðurinnar, þar sem Sævar lýsir atburðarásinni frá eigin bæjardyrum, segist hann hafa hringt í neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð við handtökuna. Honum hafi verið misboðið „Þess vegna hótaði ég honum á móti með því að segjast myndi kaghýða þig, honum ásjáandi, fyrir að ala upp svona vitleysing einsog hann væri... Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og traðka á andlitinu hans, innanfrá...Ég veit…!“ Lögreglumaðurinn hafi í kjölfarið snúið sig niður, þrátt fyrir mótmæli kollega síns á vakt. Fullyrðir Sævar að þessi samskipti hljóti öll að vera til á upptöku auk símtals hans við neyðarlínuna sem hann telur hjálpa hans málstað. Ekkert er minnst á þessi samskipti í dómi héraðsdóms.Ósáttur við niðurstöðuna Sævar Óli hlaut sex mánaða dóm fyrir hvort fyrrnefndra ofbeldisbrota sem áttu sér stað árin 2005 og 2006. Þá hlaut hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir endurtekin húsbrot við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2012. Gísli Tryggvason, verjandi Sævars Óla telur að ekki hafi verið viki nægilega að vörnum Sævars í dómi héraðsdóms. „Hann er ósáttur við niðurstöðuna, sakfellinguna. Þá sérstaklega í ljósi þess að dómarinn fjallaði eiginlega ekkert um varnir okkar í dómnum. Þá tel ég að það eigi að víkja að vörnum manna og svara þeim með rökstuddum hætti en það er lítið sem ekkert vikið að vörnum hans,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Dómsmál Tengdar fréttir Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00 Sævar Óli mun ekki lengur gegna stöðu nefndarmanns fyrir Pírata „Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. 7. júní 2015 12:43 Máli Sævars Óla vísað aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá nóvember 2015 yfir Sævari Óla Helgasyni. 2. mars 2017 23:39 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Sextán flugferðum aflýst á morgun Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Sjá meira
Sævar Óli Helgason, fyrrverandi nefndarmaður Pírata í Reykjavík, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí árið 2014. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. Þetta er í annað sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að þessari niðurstöðu í máli Sævars Óla. Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sævari frá nóvember 2015 í mars síðastliðnum. Héraðsdómur hafði áður dæmt Sævar í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Fyrir dómi neitaði Sævar Óli sök og krafðist sýknu. Fór hann fram á að vera dæmdur til samfélagsþjónustu og til þrautavara krafðist hann vægustu refsingar og að sakarkostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Í dóminum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þann 23. júlí árið 2014 hafi lögregla verið kvödd að hóteli við Laugaveg. Hafi Sævar Óli verið þar „verulega ölvaður“ og neitað að fara út. Hann hafi farið út eftir beiðni lögreglunnar en neitað að fara frá hótelinu þegar út var komið. Í skýrslu lögreglu segir að ákærði hafi ítrekað gengið ógnandi að lögreglumanninum sem nefndur er í ákærunni. Þá segir að Sævar hafi hringt í neyðarlínuna og sagt að maður væri að beita hann ofbeldi á Laugaveginum. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Í fangamóttöku á lögreglustöð hótaði hann að berja lögreglumanninn og móður hans.Bauðst til að draga hótanir sínar til baka Fyrir dómi sagðist Sævar Óli hafa hótað lögreglumanninum eftir að hann hótaði sér. Hann játaði einnig að hafa hótað móður lögreglumannsins. Hann segist hafa verið vakinn upp á hóteli og þegar hann var kominn út hefði lögreglumaðurinn komið á eftir sér. „Þá kvaðst ákærði hafa hringt í 112 og beðið um aðstoð lögreglu. Í framhaldinu kvaðst hann hafa verið handtekinn. Þá kvaðst hann hafa hótað lögreglumanninum að kaghýða hann og móður hans. Þessa hótun kvaðst hann hafa endurtekið í fangamóttökunni,“ segir í dóminum. Við yfirheyrslu daginn eftir kvaðst Sævar hafa verið verulega ölvaður og bauðst til að draga hótanir sínar til baka ef lögreglumaðurinn drægi sínar hótanir til baka. Hann kvaðst ekkert meint með hótununum heldur hafi hann verið að hefna sín og gjalda líku líkt.Viðurkenndi hótanirnar í opnu bréfi Málið var þingfest þann 29. maí árið 2015 en Sævar Óli viðurkenndi hótanir sínar í garði þeirra í opnu bréfi sem hann ritaði móður lögreglumannsins þann 6. júní árið 2015. Þar sagðist hann standa fastur á því að lögreglumaðurinn sé einn þeirra sem „umturnast við það að fara í lögreglubúning“ og sonur hennar eigi ekki heima innan lögreglunnar. Hann stendur þó fastur á því að lögreglumaðurinn hafi farið langt yfir strikið, svo langt að Sævar sjálfur hafi þurft að efna til borgaralegrar handtöku lögreglumannsins. Í bréfinu til móðurinnar, þar sem Sævar lýsir atburðarásinni frá eigin bæjardyrum, segist hann hafa hringt í neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð við handtökuna. Honum hafi verið misboðið „Þess vegna hótaði ég honum á móti með því að segjast myndi kaghýða þig, honum ásjáandi, fyrir að ala upp svona vitleysing einsog hann væri... Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og traðka á andlitinu hans, innanfrá...Ég veit…!“ Lögreglumaðurinn hafi í kjölfarið snúið sig niður, þrátt fyrir mótmæli kollega síns á vakt. Fullyrðir Sævar að þessi samskipti hljóti öll að vera til á upptöku auk símtals hans við neyðarlínuna sem hann telur hjálpa hans málstað. Ekkert er minnst á þessi samskipti í dómi héraðsdóms.Ósáttur við niðurstöðuna Sævar Óli hlaut sex mánaða dóm fyrir hvort fyrrnefndra ofbeldisbrota sem áttu sér stað árin 2005 og 2006. Þá hlaut hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir endurtekin húsbrot við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2012. Gísli Tryggvason, verjandi Sævars Óla telur að ekki hafi verið viki nægilega að vörnum Sævars í dómi héraðsdóms. „Hann er ósáttur við niðurstöðuna, sakfellinguna. Þá sérstaklega í ljósi þess að dómarinn fjallaði eiginlega ekkert um varnir okkar í dómnum. Þá tel ég að það eigi að víkja að vörnum manna og svara þeim með rökstuddum hætti en það er lítið sem ekkert vikið að vörnum hans,“ segir Gísli í samtali við Vísi.
Dómsmál Tengdar fréttir Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00 Sævar Óli mun ekki lengur gegna stöðu nefndarmanns fyrir Pírata „Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. 7. júní 2015 12:43 Máli Sævars Óla vísað aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá nóvember 2015 yfir Sævari Óla Helgasyni. 2. mars 2017 23:39 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Sextán flugferðum aflýst á morgun Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Sjá meira
Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Sævar Óli Helgason hefur áður hlotið fangelsisdóma meðal annars fyrir að rassskella leikskólakennara og bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. 7. júní 2015 09:00
Sævar Óli mun ekki lengur gegna stöðu nefndarmanns fyrir Pírata „Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. 7. júní 2015 12:43
Máli Sævars Óla vísað aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá nóvember 2015 yfir Sævari Óla Helgasyni. 2. mars 2017 23:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent