Bjarki: Auðveldara en ég átti von á Arnar Björnsson skrifar 3. maí 2017 19:15 Bjarki Þór fyrir bardagann. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“ MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“
MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31