Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Innan sveitarfélagsins eru óteljandi náttúruperlur og ferðamönnum fjölgar stöðugt. vísir/vilhelm „Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
„Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira