Tusk hvetur May til að hætta að tala gegn ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2017 16:33 Theresa May og Donald Tusk. vísir/getty Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06
Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent