Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron á fundi með stuðningsmönnum í Albi í gær. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira