Erlent

Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Eggjum var kastað í Marine Le Pen á kosningafundi í gær.
Eggjum var kastað í Marine Le Pen á kosningafundi í gær. Vísir/AFP
Forsetaframbjóðendurnir í Frakklandi gera nú lokatilraun til að sannfæra kjósendur en kosið verður á sunnudaginn kemur.

Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins.

Mótherji hans, Marine Le Pen úr Þjóðfylkingunni, lenti í því í gær að í hana var kastað eggjum þar sem hún var á framboðsfundi á Bretagneskaga.

Þá hefur Macron kært ummæli sem um hann hafa fallið á netinu síðustu daga þar sem fullyrt er að hann eigi leynilegan bankareikning í Karíbahafi. Le Pen minntist á þessar sögusagnir í kappræðum sem fram fóru á miðvikudag en Macron neitar þeim staðfastlega og segir þær dæmi um falskar fréttir sem settar séu fram til að koma á hann höggi.

Þrátt fyrir að Macron leiði í könnunum gæti slæm kosningaþátttaka komið sér illa fyrir hann. Ný könnun bendir til að þátttaka verði með minnsta móti og ekki verið verri frá árinu 1969. Vinstrimenn eru sagðir ólíklegastir til að mæta á kjörstað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×