Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:22 Í myndbandinu sést Brian reyna að ræða við starfsfólk en án árangurs. Skjáskot Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira