Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:22 Í myndbandinu sést Brian reyna að ræða við starfsfólk en án árangurs. Skjáskot Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Fréttir af flugi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð.
Fréttir af flugi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira