Sól og hiti áfram í kortunum: 20 stiga hiti þriðja daginn í röð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 11:17 Gestir Jómfrúarinnar í Lækjargötu nutu sólarinnar og smurbrauðs í gær. vísir/eyþór Blíðviðrið sem verið hefur undanfarna daga leikur áfram við landsmenn í dag og yfir helgina en í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að hlýja loftið sitji enn yfir landinu og þar sem sólin skíni einnig muni hitinn ná sér vel á strik. Mögulega mun því mælast 20 stiga hiti á landinu þriðja daginn í röð.Það er ágætt að nýta góða veðrið í garðverkin.vísir/eyþór„Vindur er auk þess með allra hægasta móti svo um er að ræða einmuna veðurblíðu. Sums staðar er þokuloft við strendur og mun svalara. Á morgun verður áfram hægur vindur, en vindstefnan verður norðlæg í grunninn og þá er eindregnari þokuspá með norður- og austurströndinni. Á Suður- og Vesturlandi ætti að verða bjart og hlýtt, sérílagi í uppsveitum. Á sunnudag og í byrjun næstu viku er áfram útlit fyrir rólegt og þurrt veður, en væntanlega verður meira skýjað og hitatölurnar síga niður á við,“ segir í hugleiðingum veðurfræðingsins. Þá segir að góðviðriskaflanum ljúki á miðvikudaginn í næstu viku þar sem spáð er hvassri norðaustanátt með úrkomu og ört kólnandi veðri.Það var líf og fjör við höfnina í Hafnarfirði í blíðviðrinu í gær.vísir/eyþórVeðurhorfur á landinu næstu daga eru annars þessar:Hægviðri í dag, yfirleitt léttskýjað og hiti 13 til 19 stig, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna og mun svalara.Fremur hæg norðlæg átt á morgun. Skýjað með köflum N- og A-lands, þokuloft og svalt við ströndina, en léttskýjað fyrir sunnan og vestan með hita að 19 stigum.Á sunnudag:Hæg breytileg átt og víða skýjað, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Vestlæg átt, 5-10 m/s og skýjað, en bjart með köflum A-lands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.Á þriðjudag:Vestlæg átt og skýjað að mestu, en vaxandi norðaustanátt síðdegis og fer að rigna NV-til. Kólnandi veður.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir hvassa norðaustanátt með rigningu víða á landinu, en slyddu fyrir norðan og jafn vel snjókomu til fjalla. Svalt í veðri.Stund milli stríða.vísir/eyþór Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Blíðviðrið sem verið hefur undanfarna daga leikur áfram við landsmenn í dag og yfir helgina en í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að hlýja loftið sitji enn yfir landinu og þar sem sólin skíni einnig muni hitinn ná sér vel á strik. Mögulega mun því mælast 20 stiga hiti á landinu þriðja daginn í röð.Það er ágætt að nýta góða veðrið í garðverkin.vísir/eyþór„Vindur er auk þess með allra hægasta móti svo um er að ræða einmuna veðurblíðu. Sums staðar er þokuloft við strendur og mun svalara. Á morgun verður áfram hægur vindur, en vindstefnan verður norðlæg í grunninn og þá er eindregnari þokuspá með norður- og austurströndinni. Á Suður- og Vesturlandi ætti að verða bjart og hlýtt, sérílagi í uppsveitum. Á sunnudag og í byrjun næstu viku er áfram útlit fyrir rólegt og þurrt veður, en væntanlega verður meira skýjað og hitatölurnar síga niður á við,“ segir í hugleiðingum veðurfræðingsins. Þá segir að góðviðriskaflanum ljúki á miðvikudaginn í næstu viku þar sem spáð er hvassri norðaustanátt með úrkomu og ört kólnandi veðri.Það var líf og fjör við höfnina í Hafnarfirði í blíðviðrinu í gær.vísir/eyþórVeðurhorfur á landinu næstu daga eru annars þessar:Hægviðri í dag, yfirleitt léttskýjað og hiti 13 til 19 stig, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna og mun svalara.Fremur hæg norðlæg átt á morgun. Skýjað með köflum N- og A-lands, þokuloft og svalt við ströndina, en léttskýjað fyrir sunnan og vestan með hita að 19 stigum.Á sunnudag:Hæg breytileg átt og víða skýjað, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Vestlæg átt, 5-10 m/s og skýjað, en bjart með köflum A-lands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.Á þriðjudag:Vestlæg átt og skýjað að mestu, en vaxandi norðaustanátt síðdegis og fer að rigna NV-til. Kólnandi veður.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir hvassa norðaustanátt með rigningu víða á landinu, en slyddu fyrir norðan og jafn vel snjókomu til fjalla. Svalt í veðri.Stund milli stríða.vísir/eyþór
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira