Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2017 17:21 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira