Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2017 17:21 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira