Þetta voru bardagar í MMA-keppni sem kölluð var North Atlantic Fight night.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Mjölnis voru Diego Björn Valencia, Bjartur Guðlaugsson, Þorgrímur Þórarinsson og Björn Lúkas Haraldsson en þeir tveir síðastnefndu voru að berjast í fyrsta sinn í MMA-bardaga.
Diego keppti í aðalbardaga kvöldsins sem var atvinnumannabardagi við Shaun Lomas sem átti 90 bardaga að baki. Hinir kepptu eftir áhugamannareglum Alþjóða MMA-sambandsins, IMMAF.
Á Facebook-síðu Mjölnis má sjá alla bardagana frá því í gær.




