Vísir á rauða dreglinum: Albanska glæsigyðjan missti sjötíu kíló Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. maí 2017 20:15 Til vinstri má sjá mynd af Lindita frá því í dag og til hægri er mynd af henni fyrir nokkrum árum. vísir/eurovisiontv/sáp Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira