Lífið

Æfingin hjá Svölu gekk eins og í sögu - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir stóð sig virkilega vel þegar hún æfði í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í dag.

Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í dómararennslinu í kvöld. Svo kemur hún auðvitað fram annað kvöld og það í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision-keppninni.

Mörg hundruð blaðamenn voru inni í höllinni þegar hún flutti lagið á æfingunni í dag og vakti frammistaða hennar nokkra athygli. Töluvert var fagnað þegar Svala lauk flutningi sínum. Svala var örugg á sviðinu og röddin alveg upp á tíu eins og vanalega hjá þessari reyndu söngkonu. 

Bakraddirnar voru vel tengdar við Svölu og því gríðarlegur kraftur í atriðinu. Dómararennslið skiptir mikilu mál, alveg jafn miklu máli og morgundagurinn. Því vægi dómaranna er fimmtíu prósent á við vægi áhorfenda í Evrópu. Það skiptir því miklu máli að hún komi sterk inn í kvöld og verði jafnvel enn betri.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  



Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.