Borgar helmingi lægri leigu í Berlín - finnst leigan í Reykjavík „klikk“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. maí 2017 16:00 „Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
„Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira