Erlent

Íhuga rannsókn á mannréttindabrotum í Líbíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þúsund hafa látið lífið í eða á Miðjarðarhafinu á þessu ári og ótilgreindur fjöldi hefur einnig látið lífið í Sahara eyðimörkinni á leið til Líbýu.
Minnst þúsund hafa látið lífið í eða á Miðjarðarhafinu á þessu ári og ótilgreindur fjöldi hefur einnig látið lífið í Sahara eyðimörkinni á leið til Líbýu. Vísir/AFP
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn íhugar að hefja rannsókn á meintum mannréttindabrotum gegn flótta- og farandfólki í Líbíu. Minnst þúsund hafa látið lífið í eða á Miðjarðarhafinu á þessu ári og ótilgreindur fjöldi hefur einnig látið lífið í Sahara eyðimörkinni á leið til Líbíu. 

Samkvæmt frétt Reuters er talið að um tuttugu þúsund manns séu í haldi glæpagengja í Líbíu. Fólkinu er haldið í þar til gerðum búðum við slæman aðbúnað. Gengin eru sögð krefjast lausnargjalds fyrir marga. Aðrir eru seldir á þrælamörkuðum eða neyddir í ánauð og kynlífsþrælkun.

Saksóknari dómstólsins, Fatou Bensouda, sagði öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag að verið væri að taka saman upplýsingar um starfsemi gengjanna og mannréttindabrot þeirra.

Hún sagði að dómstólnum hefði þegar borist mikið af áreiðanlegum frásögnum um mikið ofbeldi, morð, nauðganir og pyntingar.

AFP fréttaveitan segir nærri helmingi fleiri (50%) hafa lagt land undir fót og reynt að komast frá Líbíu til Evrópu á þessu ári, borið saman við sama tímabil í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×