Lífið

Veðmangarar spá Svölu ekki áfram í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svala stígur á svið í kvöld
Svala stígur á svið í kvöld Mynd/Eurovision
Svala fer ekki upp úr undanúrslitariðlinum í kvöld ef marka má líkur veðmangara. Svíþjóð er spáð efsta sætinu ásamt Armeníu og Portúgal.

Á vefsíðu Eurovisionworld má sjá samantekt yfir hvaða lönd helstu veðmálasíður spá áfram í kvöld. Þar er Svala í fimmtánda sæti en í kvöld fara alls tíu lönd áfram í stóru keppnina. Stuðullinn á að Svala fari áfram er á bilinu fjórir til fimm.

Svíum og Armenum er spáð efstu sætunum í kvöld og er stuðullinn á þessi lönd fari áfram aðeins 1,02. Það þýðir að sá sem veðjar 100 krónum á að þessi lönd fari áfram í kvöld fær 102 krónur til baka. 

Sjá einnig:Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu í kvöld

Samkvæmt þessu mun Svala sitja eftir ásamt Albönum, Tékkum, Lettum og fjórum öðrum löndum. Svala söng í gær í dómararennslinu svokallaða en atkvæði dómara gildir 50 prósent á móti atkvæðum áhorfenda.

Stóð hún sig frábærlega í dómararennslinu og fékk frammistaða hennar góðar viðtökur. Hún stígur svo á svið í kvöld í von um að heilla íbúa Evrópu.

Þessi lönd fara áfram í kvöld samkvæmt veðmöngurum

  1. Svíþjóð
  2. Armenía
  3. Portúgal
  4. Azerbaísjan
  5. Grikkland
  6. Finnland
  7. Ástralía
  8. Moldóva
  9. Kýpur
  10. Belgía

Þessi lönd sitja eftir

  • Pólland
  • Lettland
  • Georgía
  • Slóvenía
  • Ísland
  • Albanía
  • Svartfjallaland
  • Tékkland

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.