Ösku Patreks sturtað í Seljalandsá Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2017 16:00 Patrekur kvaddur hinstu kveðju með því að sturta líkamsleifum hans, öskunni, í Seljalandsá. YouTube Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira