Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2017 19:00 Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira