Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira