Ekki trufla mig Þórlindur Kjartansson skrifar 21. apríl 2017 07:00 Móðurafi minn kom gjarnan í heimsókn til okkar um jól og stórhátíðir þegar ég var að alast upp. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þótt hann hafi aldrei lagt sig sérstaklega fram um að vera með einhver skemmtiatriði. Það þurfti ekki. Það var bara, á einhvern ólýsanlegan en mjög áþreifanlegan hátt, gott að hafa hann nálægt sér. Eitt af því sem mér fannst aðdáunarverðast við afa var að fylgjast með honum tefla við skáktölvuna inni í stofu, sem hann gerði öðru hverju. Ég hef ekki hugmynd um hversu flinkur hann var að tefla en það sem stendur upp úr var hin óhagganlega einbeiting sem hann hafði á meðan á skákinni stóð. Það var alveg sama hvað maður reyndi, hann sýndi aldrei minnstu merki þess að hann tæki eftir nokkru utanaðkomandi áreiti. Mér var sagt að hann gæti náð svo mikilli einbeitingu að hann hreinlega heyrði ekki það sem var að gerast í kringum hann; og tilraunir mínar til þess að fanga athygli hans báru aldrei minnsta árangur. Fljótlega varð ég því alveg sáttur við þá reglu að reyna aldrei að trufla afa þegar hann var niðursokkinn í sínar eigin hugsanir. Líklegast er okkur flestum gefinn hæfileikinn til þess að ná djúpri einbeitingu. Maður sér það að minnsta kosti oft á börnum að þau verða svo niðursokkin í leik að þau taka ekki eftir umhverfinu, fyrr en foreldrarnir hlaupa til með brambolti og heimta að fá að taka mynd af því hvað barnið er „duglegt að leika sér“. Þá er líka einbeiting barnsins rofin, leikurinn ónýtur og barnið bullandi ósátt og eirðarlaust á ný.Einbeiting liggur undir skemmdum Því miður liggur þessi hæfileiki til einbeitingar undir skemmdum hjá okkur flestum þegar við eldumst og líklega aldrei meira en nú. Ótalmargir samverkandi þættir stuðla nánast markvisst að niðurbroti þessa eiginleika, sem þó er okkur svo dýrmætur. Það er ekki nóg með að nánast allir gangi með símtæki á sér alla daga, heldur eru flestir vinnustaðir skipulagðir þannig að fólk situr í opnum rýmum og fyrir framan síblikkandi tölvuskjái og með stöðugan skarkala, ys og læti í kringum sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Snapchat senda látlausar tilkynningar í símann og flest okkar eiga í mesta basli við að standast allar þær stafrænu freistingar sem herja á takmarkaða athyglisgáfu okkar. Og þetta er ekki okkur að kenna því forritin eru beinlínis hönnuð til þess að tortíma einbeitingu okkar með stöðugum truflunum. Þetta er vegna þess að velgengni þessara samfélagsmiðla og smáforrita er ekki mæld út frá því hversu mikla ánægju eða gagn við höfum af notkun þeirra—heldur út frá því hversu löngum tíma við eyðum í að nota þau. Öfugt við gagnlegar uppfinningar sem eru hannaðar til þess að spara tíma, þá eru þessi forrit beinlínis gerð til þess að sóa tíma okkar. Og það tekst þeim sannarlega, því snjallsímaeigendur stara á skjáina sína að jafnaði þrjár klukkustundir á dag og meðalnotandi Facebook hangir þar inni í um 50 mínútur á hverjum degi. Við þetta er erfitt að ráða. Vísindamenn hafa komist að því að þegar síminn okkar tístir með tilkynningu um eitthvert nýnæmi þá kvíslast um heilann í okkur rafeindir sem kitla sömu sælustöðvar og þegar við finnum til líkamlegs unaðar—eins og þegar við borðum góðan mat, drekkum góð vín—og þegar við njótum osta eða ásta. Ekki bara lúxusvandi Á síðustu árum og áratugum hafa þessar stöðugu árásir á einbeitingarhæfni fólks gert það að verkum að nú til dags er nánast engin virðing borin fyrir því að vilja ekki láta trufla sig. Nú þykir það í raun sjálfsagt að trufla einhvern sem er niðursokkinn í sínar eigin hugsanir, en argasti dónaskapur að heimta frið og biðja um að vera ekki truflaður. Þetta er mikil öfugþróun, því skortur á kyrrð, þögn og einbeitingu er svo sannarlega ekki lúxusvandamál—heldur raunverulegt vandamál sem getur haft miklar afleiðingar. Í fyrsta lagi má kalla augljóst að rekja megi ýmis geðræn vandamál til þess að fólk býr í dag við stöðugt áreiti. Faraldur athyglisbrests á Vesturlöndum hlýtur til að mynda að tengjast því að fólk missir hæfileikann til þess að einbeita sér vegna þess að það er alltaf svo stutt í utanaðkomandi eða sjálfskapaða truflun. Í öðru lagi þá dregur sífellt áreiti úr hamingju. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að fólk er einna hamingjusamast þegar það er djúpt sokkið í verkefni; hvort sem verkefnið sjálft er í eðli sínu skemmtilegt eða leiðinlegt. Allt er hægt að gera leiðinlegt ef maður hefur ekki hugann við það; og það má finna gleði í jafnvel einhæfustu verkefnum ef maður einbeitir sér að þeim. Í þriðja lagi grefur hinn stöðugi skarkali undan þolinmæði fólks til þess að skilja til botns flókna og erfiða hluti. Þetta bitnar áreiðanlega á opinberri umræðu og gerir hana þunna og yfirborðskennda. Þetta er auðvitað ekki nýtt vandamál—en hefur örugglega náð nýjum hæðum á allra síðustu árum þegar hugsuðir og stjórnmálaleiðtogar neyðast til þess að móta afstöðu sína í flóknum málum þannig að hún passi innan 140 bókstafa hámarks Twitter-færslu. Vitrari og hamingjusamari Þótt ég efist ekki um að afi minn hafi haft ágætan innbyggðan hæfileika til einbeitingar þá finnst mér ósennilegt að hann hefði átt eins auðvelt með að skrúfa fyrir allt utanaðkomandi áreiti ef hann hefði fæðst árið 1987 en ekki árið 1907. Og ég efast um að nærvera hans hefði verið svo friðsæl og yfirveguð ef hann hefði haft snjallsíma í vasanum og heimtað að fá að setja inn myndir af barnabörnunum á Snapchat um leið og hann keyrði út úr Herjólfi á leiðinni í jólafríið. Ég er líka sannfærður um að það hefði ekki gert afa minn vitrari eða hamingjusamari að vera sítengdur við samfélagsmiðla og sítruflaður af símtækinu. Og af hverju ætti þá annað að gilda um okkur nútímafólkið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Móðurafi minn kom gjarnan í heimsókn til okkar um jól og stórhátíðir þegar ég var að alast upp. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þótt hann hafi aldrei lagt sig sérstaklega fram um að vera með einhver skemmtiatriði. Það þurfti ekki. Það var bara, á einhvern ólýsanlegan en mjög áþreifanlegan hátt, gott að hafa hann nálægt sér. Eitt af því sem mér fannst aðdáunarverðast við afa var að fylgjast með honum tefla við skáktölvuna inni í stofu, sem hann gerði öðru hverju. Ég hef ekki hugmynd um hversu flinkur hann var að tefla en það sem stendur upp úr var hin óhagganlega einbeiting sem hann hafði á meðan á skákinni stóð. Það var alveg sama hvað maður reyndi, hann sýndi aldrei minnstu merki þess að hann tæki eftir nokkru utanaðkomandi áreiti. Mér var sagt að hann gæti náð svo mikilli einbeitingu að hann hreinlega heyrði ekki það sem var að gerast í kringum hann; og tilraunir mínar til þess að fanga athygli hans báru aldrei minnsta árangur. Fljótlega varð ég því alveg sáttur við þá reglu að reyna aldrei að trufla afa þegar hann var niðursokkinn í sínar eigin hugsanir. Líklegast er okkur flestum gefinn hæfileikinn til þess að ná djúpri einbeitingu. Maður sér það að minnsta kosti oft á börnum að þau verða svo niðursokkin í leik að þau taka ekki eftir umhverfinu, fyrr en foreldrarnir hlaupa til með brambolti og heimta að fá að taka mynd af því hvað barnið er „duglegt að leika sér“. Þá er líka einbeiting barnsins rofin, leikurinn ónýtur og barnið bullandi ósátt og eirðarlaust á ný.Einbeiting liggur undir skemmdum Því miður liggur þessi hæfileiki til einbeitingar undir skemmdum hjá okkur flestum þegar við eldumst og líklega aldrei meira en nú. Ótalmargir samverkandi þættir stuðla nánast markvisst að niðurbroti þessa eiginleika, sem þó er okkur svo dýrmætur. Það er ekki nóg með að nánast allir gangi með símtæki á sér alla daga, heldur eru flestir vinnustaðir skipulagðir þannig að fólk situr í opnum rýmum og fyrir framan síblikkandi tölvuskjái og með stöðugan skarkala, ys og læti í kringum sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Snapchat senda látlausar tilkynningar í símann og flest okkar eiga í mesta basli við að standast allar þær stafrænu freistingar sem herja á takmarkaða athyglisgáfu okkar. Og þetta er ekki okkur að kenna því forritin eru beinlínis hönnuð til þess að tortíma einbeitingu okkar með stöðugum truflunum. Þetta er vegna þess að velgengni þessara samfélagsmiðla og smáforrita er ekki mæld út frá því hversu mikla ánægju eða gagn við höfum af notkun þeirra—heldur út frá því hversu löngum tíma við eyðum í að nota þau. Öfugt við gagnlegar uppfinningar sem eru hannaðar til þess að spara tíma, þá eru þessi forrit beinlínis gerð til þess að sóa tíma okkar. Og það tekst þeim sannarlega, því snjallsímaeigendur stara á skjáina sína að jafnaði þrjár klukkustundir á dag og meðalnotandi Facebook hangir þar inni í um 50 mínútur á hverjum degi. Við þetta er erfitt að ráða. Vísindamenn hafa komist að því að þegar síminn okkar tístir með tilkynningu um eitthvert nýnæmi þá kvíslast um heilann í okkur rafeindir sem kitla sömu sælustöðvar og þegar við finnum til líkamlegs unaðar—eins og þegar við borðum góðan mat, drekkum góð vín—og þegar við njótum osta eða ásta. Ekki bara lúxusvandi Á síðustu árum og áratugum hafa þessar stöðugu árásir á einbeitingarhæfni fólks gert það að verkum að nú til dags er nánast engin virðing borin fyrir því að vilja ekki láta trufla sig. Nú þykir það í raun sjálfsagt að trufla einhvern sem er niðursokkinn í sínar eigin hugsanir, en argasti dónaskapur að heimta frið og biðja um að vera ekki truflaður. Þetta er mikil öfugþróun, því skortur á kyrrð, þögn og einbeitingu er svo sannarlega ekki lúxusvandamál—heldur raunverulegt vandamál sem getur haft miklar afleiðingar. Í fyrsta lagi má kalla augljóst að rekja megi ýmis geðræn vandamál til þess að fólk býr í dag við stöðugt áreiti. Faraldur athyglisbrests á Vesturlöndum hlýtur til að mynda að tengjast því að fólk missir hæfileikann til þess að einbeita sér vegna þess að það er alltaf svo stutt í utanaðkomandi eða sjálfskapaða truflun. Í öðru lagi þá dregur sífellt áreiti úr hamingju. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að fólk er einna hamingjusamast þegar það er djúpt sokkið í verkefni; hvort sem verkefnið sjálft er í eðli sínu skemmtilegt eða leiðinlegt. Allt er hægt að gera leiðinlegt ef maður hefur ekki hugann við það; og það má finna gleði í jafnvel einhæfustu verkefnum ef maður einbeitir sér að þeim. Í þriðja lagi grefur hinn stöðugi skarkali undan þolinmæði fólks til þess að skilja til botns flókna og erfiða hluti. Þetta bitnar áreiðanlega á opinberri umræðu og gerir hana þunna og yfirborðskennda. Þetta er auðvitað ekki nýtt vandamál—en hefur örugglega náð nýjum hæðum á allra síðustu árum þegar hugsuðir og stjórnmálaleiðtogar neyðast til þess að móta afstöðu sína í flóknum málum þannig að hún passi innan 140 bókstafa hámarks Twitter-færslu. Vitrari og hamingjusamari Þótt ég efist ekki um að afi minn hafi haft ágætan innbyggðan hæfileika til einbeitingar þá finnst mér ósennilegt að hann hefði átt eins auðvelt með að skrúfa fyrir allt utanaðkomandi áreiti ef hann hefði fæðst árið 1987 en ekki árið 1907. Og ég efast um að nærvera hans hefði verið svo friðsæl og yfirveguð ef hann hefði haft snjallsíma í vasanum og heimtað að fá að setja inn myndir af barnabörnunum á Snapchat um leið og hann keyrði út úr Herjólfi á leiðinni í jólafríið. Ég er líka sannfærður um að það hefði ekki gert afa minn vitrari eða hamingjusamari að vera sítengdur við samfélagsmiðla og sítruflaður af símtækinu. Og af hverju ætti þá annað að gilda um okkur nútímafólkið?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar