Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 09:25 Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Vísir/AFP Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld.
Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent