United Silicon fékk frest til mánudags Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. apríl 2017 11:50 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn þriðjudag sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum Kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík bréf þess efnis að slökkva ætti á starfsemi verksmiðjunnar vegna óviðunandi skilyrða. Fyrirtækið hafði til dagsins í dag að andmæla lokuninni en fyrirtækið hefur beðið um frest fram á mánudag til að skila inn svörum til Umhverfisstofnunar. Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum en á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni auk þess sem fyrirtækið nýtur aðstoðar Matvælastofnunar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri UST.Slökkt hefur verið á ofninum eftir að bruni kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags og verður hann ekki ræstur aftur nema með heimild Umhverfisstofnunar. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að ákvörðun um framhaldið verði væntanlega tekin næsta þriðjudag. „Fyrirtækið óskaði eftir framlengingu á þessum fresti til að svara þessu bréfi. Þar sem við náum ekki að hitta þá fyrr en seinni partinn í dag með þeirra erlendu sérfræðingum og MATÍS þá veittum við þeim frest til miðnættis á mánudag enda er fyrirtækið stopp og ekki á leiðinni að fara af stað á næstunni,“ segir Kristín Linda. „Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn.“ United Silicon Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum Kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík bréf þess efnis að slökkva ætti á starfsemi verksmiðjunnar vegna óviðunandi skilyrða. Fyrirtækið hafði til dagsins í dag að andmæla lokuninni en fyrirtækið hefur beðið um frest fram á mánudag til að skila inn svörum til Umhverfisstofnunar. Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum en á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni auk þess sem fyrirtækið nýtur aðstoðar Matvælastofnunar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri UST.Slökkt hefur verið á ofninum eftir að bruni kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags og verður hann ekki ræstur aftur nema með heimild Umhverfisstofnunar. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að ákvörðun um framhaldið verði væntanlega tekin næsta þriðjudag. „Fyrirtækið óskaði eftir framlengingu á þessum fresti til að svara þessu bréfi. Þar sem við náum ekki að hitta þá fyrr en seinni partinn í dag með þeirra erlendu sérfræðingum og MATÍS þá veittum við þeim frest til miðnættis á mánudag enda er fyrirtækið stopp og ekki á leiðinni að fara af stað á næstunni,“ segir Kristín Linda. „Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn.“
United Silicon Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira