Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 13:12 Marine Le Pen á góða möguleika á að komast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Vísir/EPA Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25