Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 13:12 Marine Le Pen á góða möguleika á að komast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Vísir/EPA Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25