Fá bætur eftir að sérsveitin „eyðilagði brúðkaup“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2017 17:49 Sérsveitin við æfingar. Vísir/GVA Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira