Skúrir frekar en óveðursský í stjórnarsamstarfinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 15:24 Heimir, Svavar, Rósa og Birgir ræddu stöðuna í stjórnmálunum. Skjáskot Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan. Víglínan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira