Hóta að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 09:19 Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Carl Vinson. Vísir/Getty Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00