Messi skoraði sigurmarkið í El Clasico með síðustu spyrnu leiksins Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 20:45 Börsugnar fagna marki í kvöld. vísir/getty Lionel Messi var hetja Börsunga í 3-2 sigri á Real Madrid í El-Clasico slagnum í spænsku deildinni í kvöld en Messi skoraði sigurmark Barcelona þegar fimm sekúndu voru eftir af gefnum uppbótartíma eftir að tíu leikmenn Real Madrid voru búnir að jafna metin. Madrídingar voru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn og var því vitað að allt annað en sigur þýddi að Börsungar væru nánast úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Fyrsta mark leiksins kom úr ólíklegri átt þegar brasilíski miðjumaðurinn Casemiro kom Real Madrid yfir á 28. mínútu en Börsungar voru ekki lengi að svara. Var þar að verki Lionel Messi fimm mínútum síðar eftir flott spil hjá Börsungum sem galopnuðu vörn Real Madrid. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic kom Barcelona yfir á 73. mínútu með glæsilegu skoti frá vítateigsboganum og varð staðan enn betri nokkrum mínútum síðar þegar Sergio Ramos fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Messi. Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez kom inná á 82. mínútu og var ekki lengi að láta til sín taka, þremur mínútum síðar var hann búinn að jafna metin fyrir Real Madrid. Kom hann á hlaupinu inn á nærstöngina og stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Marcelo. Madrídingar virtust líklegri til að bæta við mörkum og áttu James og Marco Asenio báðir ágætis tilraunir sem Ter Stegen varði en dramatíkinni var ekki lokið. Þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka héldu Börsungar í skyndisókn sem endaði með sigurmarkinu frá Lionel Messi. Átti Jordi Alba þá fyrirgjöf sem Sergi Roberto og Luis Suarez létu fara svo Messi kæmist í skotið og það af góðri ástæðu, Messi lagði boltann í fjærhornið og reif sig úr er hann fagnaði sigurmarki leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af uppgefnum uppbótartíma. Reyndist það sigurmark leiksins en með sigrinum jafna Barceloa erkifjendur sína að stigum í bili og ná efsta sætinu af þeim í bili en Madrídingar geta náð toppsætinu á nýjan leik með sigri gegn Celta Vigo í leik sem liðið á inni.92. mínúta: MESSSIIIIIIII, hann stelur þessu fyrir Barcelona þegar nokkrar sekúndur eru eftir af leiknum. Skorar þegar fjórar sekúndur eru eftir á klukkunni eftir flotta skyndisókn. Leikmenn Real eru niðurlútir og trúa ekki að þeir hafi tapað þessu.87. mínúta: James nálægt því að stela þessu. Skyndisókn Real endar með skoti frá honum sem Ter Stegen heldur ekki í fyrstu en grípur í annarri tilraun.85. mínúta: Varamaðurinn James Rodriguez jafnar metin! Marcelo með fyrirgjöfina og James kemur á hlaupinu á nærstöngina og stýrir boltanum í netið yfir Ter Stegen. Busquets horfir á eftir James í hlaupinu og veit upp á sig sökina.80. mínúta: Pique fær boltann metra frá markinu en skot hans fer beint á Navas. Gat gert út um leikinn þarna en Navas lokar vel á hann.77. mínúta: Sergio Ramos fær beint rautt spjald! Straujar Messi en Madrídingar ætla ekki að trúa eigin augum. Fer með tvo fætur á loft í tæklinguna, snertingin er ekki mikil en tveggja fóta tækling sendir menn í sturtu og hann getur lítið mótmælt þessu.73. mínúta: Rakitic kemur Börsungum yfir! Boltinn fellur fyrir hann við vítateigsbogann, hann leikur á Kroos og hamrar boltann í fjærhornið.70. mínúta: Loksins kemur Casemiro af velli, hann var einu broti frá seinna gula spjaldinu.68. mínúta: Hinumegin bjargar Navas heimamönnum. Iniesta með glæsilega sendingu inn fyrir vörn Madrídinga sem fer á Luis Suárez en Navas lokar vel á hann.67. mínúta: Ronaldo klúðrar dauðafæri! Asenio sleppur í gegnum vörn Barcelona og í staðin fyrir að fara sjálfur rennir hann boltanum á Ronaldo sem setur boltann yfir, sleppur með rangstöðu en verður að gera betur.58. mínúta: Pique með skalla eftir hornspyrnu frá Rakitic sem Navas kýlir út í teiginn og heimamenn hreinsa áður en Börsungar komast í hann.53. mínúta: Ter Stegen með frábæra markvörslu! Marcelo finnur Benzema á nærstönginni en Ter Stegen gerir sig breiðan og nær að verja boltann yfir með fótunum.Hálfleikur: Messi klúðrar dauðafæri rétt fyrir lok fyrri hálfleiks! Hornspyrna Börsunga ratar á fjærstöng þar sem Messi brennir af hálfs meters færi. Navas missti af boltanum og spurning hvort Suarez hafi brotið á honum en ekkert dæmt. Madrídingar eru eflaust sáttari af tveimur aðilum en jafntefli væri fínt fyrir þá. 45. mínúta: Casemiro brýtur af sér í þriðja sinn, hann er á spjaldi og Börsungar umkringja dómarann en hann sleppur. Hann er að ég tel á síðasta séns en annað brotið hans gat alveg verðskuldað gult spjald.32. mínúta: Ekki tók það Börsunga langan tíma að svara! Barcelona gjörsamlega sundurspilar vörnina sem endar á því að Messi keyrir inn á teiginn, leikur á einn og rennir boltanum í netið.28. mínúta: Casemiro kemur Real Madrid yfir! Fyrirgjöf Marcelo ratar á Sergio Ramos á fjærstönginni þar sem hann setur boltann í stöngina en Casemiro er mættur og setur boltann yfir línuna af stuttu færi.20. mínúta: Ronaldo kemur inn af kantinum og lætur vaða en Ter Stegen kýlir boltann í burtu. Leikurinn er svo stöðvaður til að hægt sé að hlúa að Messi sem liggur og skyrpir blóði. Marcelo fer með olnbogann í andlitið á Messi en sleppur við refsingu.17. mínúta: Bæði lið búin að eiga ágætis rispur en ekki náð að ógna markinu af neinni alvöru. Þegar þetta er skrifað sleppur Benzema í gegn en Ter Stegen ver vel, Börsungar keyra upp í sókn en Suarez skýtur framhjá af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Messi. 1. mínúta: Við erum farin af stað og Madrídingar vilja fá víti strax á fyrstu mínútu! Ronaldo fer niður í teignum og í endursýningu sést það að Umtiti brýtur greinilega á portúgölsku stórstjörnunni en það er ekkert dæmt. Fyrir leik: Neymar er ekki á skýrslu í dag en Börsungar reyndu að áfrýja leikbanninu til gerðardómstóls á Spáni í von um að því yrði frestað yfir helgina án árangurs. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá El Clasico, viðureign Real Madrid og Barcelona á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Sigur hjá Real í kvöld þýðir að þeir séu komnir með níu fingur á spænska titilinn en Börsungar mega ekki tapa stigum í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Lionel Messi var hetja Börsunga í 3-2 sigri á Real Madrid í El-Clasico slagnum í spænsku deildinni í kvöld en Messi skoraði sigurmark Barcelona þegar fimm sekúndu voru eftir af gefnum uppbótartíma eftir að tíu leikmenn Real Madrid voru búnir að jafna metin. Madrídingar voru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn og var því vitað að allt annað en sigur þýddi að Börsungar væru nánast úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Fyrsta mark leiksins kom úr ólíklegri átt þegar brasilíski miðjumaðurinn Casemiro kom Real Madrid yfir á 28. mínútu en Börsungar voru ekki lengi að svara. Var þar að verki Lionel Messi fimm mínútum síðar eftir flott spil hjá Börsungum sem galopnuðu vörn Real Madrid. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic kom Barcelona yfir á 73. mínútu með glæsilegu skoti frá vítateigsboganum og varð staðan enn betri nokkrum mínútum síðar þegar Sergio Ramos fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Messi. Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez kom inná á 82. mínútu og var ekki lengi að láta til sín taka, þremur mínútum síðar var hann búinn að jafna metin fyrir Real Madrid. Kom hann á hlaupinu inn á nærstöngina og stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Marcelo. Madrídingar virtust líklegri til að bæta við mörkum og áttu James og Marco Asenio báðir ágætis tilraunir sem Ter Stegen varði en dramatíkinni var ekki lokið. Þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka héldu Börsungar í skyndisókn sem endaði með sigurmarkinu frá Lionel Messi. Átti Jordi Alba þá fyrirgjöf sem Sergi Roberto og Luis Suarez létu fara svo Messi kæmist í skotið og það af góðri ástæðu, Messi lagði boltann í fjærhornið og reif sig úr er hann fagnaði sigurmarki leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af uppgefnum uppbótartíma. Reyndist það sigurmark leiksins en með sigrinum jafna Barceloa erkifjendur sína að stigum í bili og ná efsta sætinu af þeim í bili en Madrídingar geta náð toppsætinu á nýjan leik með sigri gegn Celta Vigo í leik sem liðið á inni.92. mínúta: MESSSIIIIIIII, hann stelur þessu fyrir Barcelona þegar nokkrar sekúndur eru eftir af leiknum. Skorar þegar fjórar sekúndur eru eftir á klukkunni eftir flotta skyndisókn. Leikmenn Real eru niðurlútir og trúa ekki að þeir hafi tapað þessu.87. mínúta: James nálægt því að stela þessu. Skyndisókn Real endar með skoti frá honum sem Ter Stegen heldur ekki í fyrstu en grípur í annarri tilraun.85. mínúta: Varamaðurinn James Rodriguez jafnar metin! Marcelo með fyrirgjöfina og James kemur á hlaupinu á nærstöngina og stýrir boltanum í netið yfir Ter Stegen. Busquets horfir á eftir James í hlaupinu og veit upp á sig sökina.80. mínúta: Pique fær boltann metra frá markinu en skot hans fer beint á Navas. Gat gert út um leikinn þarna en Navas lokar vel á hann.77. mínúta: Sergio Ramos fær beint rautt spjald! Straujar Messi en Madrídingar ætla ekki að trúa eigin augum. Fer með tvo fætur á loft í tæklinguna, snertingin er ekki mikil en tveggja fóta tækling sendir menn í sturtu og hann getur lítið mótmælt þessu.73. mínúta: Rakitic kemur Börsungum yfir! Boltinn fellur fyrir hann við vítateigsbogann, hann leikur á Kroos og hamrar boltann í fjærhornið.70. mínúta: Loksins kemur Casemiro af velli, hann var einu broti frá seinna gula spjaldinu.68. mínúta: Hinumegin bjargar Navas heimamönnum. Iniesta með glæsilega sendingu inn fyrir vörn Madrídinga sem fer á Luis Suárez en Navas lokar vel á hann.67. mínúta: Ronaldo klúðrar dauðafæri! Asenio sleppur í gegnum vörn Barcelona og í staðin fyrir að fara sjálfur rennir hann boltanum á Ronaldo sem setur boltann yfir, sleppur með rangstöðu en verður að gera betur.58. mínúta: Pique með skalla eftir hornspyrnu frá Rakitic sem Navas kýlir út í teiginn og heimamenn hreinsa áður en Börsungar komast í hann.53. mínúta: Ter Stegen með frábæra markvörslu! Marcelo finnur Benzema á nærstönginni en Ter Stegen gerir sig breiðan og nær að verja boltann yfir með fótunum.Hálfleikur: Messi klúðrar dauðafæri rétt fyrir lok fyrri hálfleiks! Hornspyrna Börsunga ratar á fjærstöng þar sem Messi brennir af hálfs meters færi. Navas missti af boltanum og spurning hvort Suarez hafi brotið á honum en ekkert dæmt. Madrídingar eru eflaust sáttari af tveimur aðilum en jafntefli væri fínt fyrir þá. 45. mínúta: Casemiro brýtur af sér í þriðja sinn, hann er á spjaldi og Börsungar umkringja dómarann en hann sleppur. Hann er að ég tel á síðasta séns en annað brotið hans gat alveg verðskuldað gult spjald.32. mínúta: Ekki tók það Börsunga langan tíma að svara! Barcelona gjörsamlega sundurspilar vörnina sem endar á því að Messi keyrir inn á teiginn, leikur á einn og rennir boltanum í netið.28. mínúta: Casemiro kemur Real Madrid yfir! Fyrirgjöf Marcelo ratar á Sergio Ramos á fjærstönginni þar sem hann setur boltann í stöngina en Casemiro er mættur og setur boltann yfir línuna af stuttu færi.20. mínúta: Ronaldo kemur inn af kantinum og lætur vaða en Ter Stegen kýlir boltann í burtu. Leikurinn er svo stöðvaður til að hægt sé að hlúa að Messi sem liggur og skyrpir blóði. Marcelo fer með olnbogann í andlitið á Messi en sleppur við refsingu.17. mínúta: Bæði lið búin að eiga ágætis rispur en ekki náð að ógna markinu af neinni alvöru. Þegar þetta er skrifað sleppur Benzema í gegn en Ter Stegen ver vel, Börsungar keyra upp í sókn en Suarez skýtur framhjá af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Messi. 1. mínúta: Við erum farin af stað og Madrídingar vilja fá víti strax á fyrstu mínútu! Ronaldo fer niður í teignum og í endursýningu sést það að Umtiti brýtur greinilega á portúgölsku stórstjörnunni en það er ekkert dæmt. Fyrir leik: Neymar er ekki á skýrslu í dag en Börsungar reyndu að áfrýja leikbanninu til gerðardómstóls á Spáni í von um að því yrði frestað yfir helgina án árangurs. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá El Clasico, viðureign Real Madrid og Barcelona á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Sigur hjá Real í kvöld þýðir að þeir séu komnir með níu fingur á spænska titilinn en Börsungar mega ekki tapa stigum í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira