Viðskipti erlent

Velgengni Macron styrkti evruna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ve
Ve VÍSIR/VALLI
Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Þær gefa til kynna að Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi.

Sjá einnig: Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macro og Le Pen efst

Þau munu því að öllum líkindum berjast um forsetaembættið í seinni umferð kosninganna þann 7. maí næstkomandi.

Evran hefur ekki verið sterkari í fimm og hálfan mánuð gagnvart Bandaríkjadal og stökk í $1.09395 eftir að fyrstu tölur voru birtar.

Stökkið er rakið til velgengni Macron sem er mikill stuðningsmaður evrópskrar samvinnu og táknmyndar hennar, Evrópusambandsins. Aðra sögu er að segja af höfuðandstæðing hans, Le Pen, sem hefur talað máli einangrunar- og þjóðernishyggju í baráttu sinni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×