Andstæðingar fylkja sér að baki Macron: Le Pen sigri hrósandi Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. apríl 2017 19:50 Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon. Vísir/EPA Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“ Frakkland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“
Frakkland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira