Fangar komi vel fram við meintan morðingja Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00