Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 11:11 Úr leik hjá Gróttu og Stjörnunni. vísir/ernir Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira