McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna.
Rafall sem tengdur er við vélina var sífellt að valda liðinu vandræðum í Barein kappakstrinum. Stoffel Vandoorne, ökumaður liðsins gat ekki ræst af stað í keppnina vegna MGU-H rafalsins. MGU-H rafallinn notar hita frá útblæstri vélarinnar til að hlaða rafhlöðurnar í Formúlu 1 vélum.
Vandoorne tókst að aka vandræðalaust yfir 80 hringi á æfingum eftir Barein-kappasturinn og hefur Honda síðan þá unnið að lagfæringu.
Bæði Vandoorne og Fernando Alonso munu nota nýja gerð rafalsins sem þó er að öllum líkindum ekki alveg ný heldur byggð á rafal síðasta árs.
„Við eigum enn eftir að setja saman vandræðalausa helgi með örðum hvorum ökumanna okkar. Það er fyrsta skrefið, áður en það gerist getum við lítið gert í að auka frammistöu okkar. Honda er að leita leiða að lausn við MGU-H vandamálum sem hafa verið að hrjá okkur,“ sagði Eric Boullier, liðsstjóri McLaren-Honda.
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands

Tengdar fréttir

Red Bull mætir með uppfærða grind til Spánar
Ráðgjafi Red Bull liðsins, Helmut Marko segir að liðið búist við talsverðum framförum þegar tekin verður í gagnið uppfærð grind í bílum liðsins.

Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum.

Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein
Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi.

Button tekur sæti Alonso í Mónakó
Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum.