Fyrrverandi landsliðsmaður lætur ríkisstjórnina heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 12:16 Ívar Ingimarsson er ekki ánægður með ríkisstjórnina. Vísir „Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
„Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira