Fiðlusnillingur sem elskar dýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 10:15 Ragnhildur Sigurlaug hefur gaman af mörgu, meðal annars dýrunum á bænum. Hér er hún með lítinn kiðling. Mynd/Kristín H. Bergsdóttir Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu! Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu!
Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira