Innlent

Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vél Primera Air
Vél Primera Air Mynd/Metúsalem Björnsson
Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. Vél Wizz Air sem átti að lenda klukkan 18 sneri við til Póllands. Töluverðar tafir eru á flugi og til dæmis hefur flugi Wizz Air sem átti að fara klukkan 17:20 verið frestað til klukkan 23:30.

Óhappið varð á flugbrautinni sem liggur frá norðri til suðurs. Austur-vestur flugbrautin var lokuð vegna framkvæmda og því þurfti að loka flugvellinum tímabundið.

„Það náðist að opna austur-vestur flugbrautina sem var lokuð vegna framkvæmda. Það er verið að vinna í því að snjóhreinsa hana og þær eru að undirbúa sig núna til brottfarar. Það er verið að flytja síðustu farþegana frá borði, úr Primera vélinni og inn í flugstöð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Vísi.

„Flugvöllurinn lokaði og þá voru nokkrar sem áttu eftir að fara, sérstaklega til Ameríku. Það voru flestir farnir um fimm en það voru einhverjar sem voru áætlaði 17:20 eða 18. Það voru seinkanir hjá þeim vélum að sjálfsögðu Wizz Air sneri við sem átti að lenda klukkan 18. Sneri við til Póllands. Næsta áætlaða lending er eftir klukkan 20. Þannig að við sjáum bara til hvort brautin verður opin eða hvernig staðan verður þá.“

Eru margir strandaglópar í Leifsstöð?

„Það eru þarna einhverjir, það er náttúrlega einhver seinkun á nokkrum flugvélum. Þetta eru kannski fimm vélar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×