Kvartað yfir samskiptaleysi eftir 16 tíma töf á flugi WOW Air frá Berlín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 12:04 Farþegar voru ekki ánægðir með upplýsingaflæði frá flugfélaginu. vísir/vilhelm Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira