Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2017 17:30 Valtteri Bottas, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég bætti mig mest í síðasta hluta brautarinnar og það skilaði þessu. Ég vissi að ég yrði fyrstur yfir línuna. Ég var í skýjunum með að heyra að ég náði ráspólnum. Það er frábært fyrir okkur að ná báðum bílum á fremstu rásröð. Verkefnið er þó rétt byrjað þessa helgina. Tímabilið hefur byrjað vel, okkur tókst að bæta bílinn fyrir keppnina. Við erum komnir aftur og ætlum að halda áfram á jákvæðum nótum á morgun,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Ég náði dekkjunum ekki eins vel inn og ég hefði viljað. Ég er sáttari núna en eftir aðrar tímatökur á tímabilinu, en auðvitað er markmiðið að vera fremstur og það tókst ekki,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ferrari liðið var fljótara í dag. Ferrari hefur verið með yfirhöndina alla helgina. Okkur tókst ekki að þróa bílinn eins vel og þeim til að henta brautinni hér,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna. „Ég er ánægður með þetta, ég er þó enn með fæturna á jörðinni eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hönd ökumannanna og allra aðdáenda okkar,“ sagði Maurizion Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég er á milli tveggja Red Bull bíla, þetta gekk vel í dag. Það er gaman að vera í baráttunni, við áttum góðar keppnisæfingar í gær og það verður spennandi að sjá hvort við getum ekki ógnað þeim í keppninni,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti á Williams bílum í dag. „Ái, þetta var vont. Við vorum í ágætu formi. Það var mjótt á munum en við verðum að sjá hvernig fer á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við vissum að fimmta sætið væri það besta sem við gætum vonast eftir í tímatökunni í dag. Það er gaman að vera á fremstur í Red Bull og Massa baráttunni. Baráttan á morgun verður líklega við þá sem eru fyrir aftan mig, því miður. Það hefði verið skemmtilegra að geta keppt við þá sem eru fyrir framan. Ég, Massa og Max [Verstappen] búum allir í sömu blokkinni í Mónakó. Það er því spennandi hver okkar verður kátastur heima eftir keppnia,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti á Red Bull bílnum. Nágrannarnir eru á fimmta, sjötta og sjöunda sæti á ráslínunni. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég bætti mig mest í síðasta hluta brautarinnar og það skilaði þessu. Ég vissi að ég yrði fyrstur yfir línuna. Ég var í skýjunum með að heyra að ég náði ráspólnum. Það er frábært fyrir okkur að ná báðum bílum á fremstu rásröð. Verkefnið er þó rétt byrjað þessa helgina. Tímabilið hefur byrjað vel, okkur tókst að bæta bílinn fyrir keppnina. Við erum komnir aftur og ætlum að halda áfram á jákvæðum nótum á morgun,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Ég náði dekkjunum ekki eins vel inn og ég hefði viljað. Ég er sáttari núna en eftir aðrar tímatökur á tímabilinu, en auðvitað er markmiðið að vera fremstur og það tókst ekki,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ferrari liðið var fljótara í dag. Ferrari hefur verið með yfirhöndina alla helgina. Okkur tókst ekki að þróa bílinn eins vel og þeim til að henta brautinni hér,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna. „Ég er ánægður með þetta, ég er þó enn með fæturna á jörðinni eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hönd ökumannanna og allra aðdáenda okkar,“ sagði Maurizion Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég er á milli tveggja Red Bull bíla, þetta gekk vel í dag. Það er gaman að vera í baráttunni, við áttum góðar keppnisæfingar í gær og það verður spennandi að sjá hvort við getum ekki ógnað þeim í keppninni,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti á Williams bílum í dag. „Ái, þetta var vont. Við vorum í ágætu formi. Það var mjótt á munum en við verðum að sjá hvernig fer á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við vissum að fimmta sætið væri það besta sem við gætum vonast eftir í tímatökunni í dag. Það er gaman að vera á fremstur í Red Bull og Massa baráttunni. Baráttan á morgun verður líklega við þá sem eru fyrir aftan mig, því miður. Það hefði verið skemmtilegra að geta keppt við þá sem eru fyrir framan. Ég, Massa og Max [Verstappen] búum allir í sömu blokkinni í Mónakó. Það er því spennandi hver okkar verður kátastur heima eftir keppnia,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti á Red Bull bílnum. Nágrannarnir eru á fimmta, sjötta og sjöunda sæti á ráslínunni.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45