Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Fjölmenni minntist látinna á götum Stokkhólms. Nordicphotos/AFP Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira