Þrettán ára vinir fengu far með forsetanum af því mömmu seinkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 11:56 Strákarnir fengu að sjálfsögðu mynd af sér með forsetanum. Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman. Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman.
Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53
Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00
Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20