Erlent

Flóttamannabúðir við Dunkirk brenna til kaldra kola

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eyðileggingin á svæðinu er mikil en talið er að 1500 flóttamenn hafi búið í Grand-Synthe búðunum.
Eyðileggingin á svæðinu er mikil en talið er að 1500 flóttamenn hafi búið í Grand-Synthe búðunum. Vísir/Afp
Að minnsta kosti 10 eru særðir eftir að eldur kviknaði í Grand-Synthe flóttamannabúðunum í útjaðri frönsku borgarinnar Dunkirk í kvöld.

Um 1500 manns höfðu aðsetur í tjaldbúðunum.

„Það er ekkert eftir nema öskuhaugur,“ sagði Michel Lalande, héraðsstjóri franska Nord-umdæmisins. „Það verður ómögulegt að koma skýlunum fyrir þar sem þau voru áður.“

Lalande sagði að eldurinn hefði brotist út eftir slagsmál á milli afganskra og kúrdískra hópa eftir hádegi á mánudag. Yfirvöld á svæðinu höfðu í hyggju að leysa búðirnar upp eftir að átök höfðu ítrekað brotist þar út. Lögreglan hafði síðast afskipti af búðunum í síðasta mánuði en þá særðust fimm menn eftir slagsmál sín á milli.

Íbúafjöldi í Grand-Synthe tjaldbúðunum hafði aukist mjög á síðustu misserum eftir að sambærilegar búðir við Calais í Frakklandi, Frumskógurinn svokallaði, voru jafnaðar við jörðu í október í fyrra.


Tengdar fréttir

Frakkar rýma búðirnar í Calais

Þúsundir flóttamanna hafa verið fluttar til flóttamannabúða víðs vegar um Frakkland. Bretar hafa verið tregir til að taka við meira en þúsund fylgdar­lausum börnum sem eiga rétt á að sameinast ættingjum sínum í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×