Rakhmat Akilov, Úzbekinn sem handtekinn var grunaður um að hafa ekið vörubíl á gangandi vegfarendur í miðbæ Stokkhólms í síðustu viku hefur játað sekt sína fyrir dómi í Svíþjóð.
Þetta segha lögfræðingar Akilov sem færður var fyrir dómara í morgun. Fjórir létust í árásinni og fjöldi slasaðist og eru tveir einn alvarlega slasaðir.
„Afstaða hans er að hann játar að hafa framið hryðjuverk,“ sagði lögfræðingur hans. Gríðarleg öryggisgæsla var í dómsal á meðan málið var tekið fyrir.
Búið var að vísa honum úr landi áður en hann framdi ódæðið en Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman.
Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að hann Akilov hefði játað verknaðinn í yfirheyrslum.
„Ég keyrði á hina trúlausu,“ var haft eftir honum í sænsku fjölmiðlum.
Árásarmaðurinn í Svíþjóð játaði sekt sína fyrir dómi

Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn
Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum.

Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“
Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag .

Rannsókn hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi gæti tekið heilt ár
Yfirmaður hjá ríkislögreglustjóraembætti Svíþjóðar segir að mikinn mannskap þurfi til að ljúka rannsókninni.

Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi
Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar.