Fótbolti

Bartra gæti misst af restinni af tímabilinu vegna sprengjunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bartra í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni.
Bartra í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Marc Bartra, miðvörður Borussia Dortmund, missir af fyrri leik liðsins gegn Monaco í átta liða úrslitum vegna meiðsla sem hann hlaut í gær. Hann gæti misst af restinni af tímabilinu.

Þremur sprengjum var hent í átt að rútu liðsins, en þær sprungu við rútuna. Rúður brotnuðu og meidist Bartra við atvikið, en hann var strax fluttur á sjúkrahús.

Talið er að Bartra hafi fengið gler í sig, en hann fór strax í aðgerð á spítalanum. Þetta staðfestir fapur hans, Jose Bartra, í samtali við spænska fjölmiðla.

„Við töluðum við hann í gær og hann sagði okkur að hann væri fínn," sagði Barta við spænska fjölmiðla.

„Læknarnir sögðu að þetta væri bara klárt brot, að hann hefði ekkert í höndinni á sér og að hann myndi vera á spítala í nokkra daga svo væri honum leyft að fara heim."

Faðirinn sagði að þetta hafi verið mikið áfall og svo gæti farið að Bartra myndi missa af restinni af tímabilinu.

„Það er satt að þetta var gríðarlegt áfall. Það fyrsta sem hann heyrði var hátt hljóð og sprengina," sagði Bartra eldri og bætti við að lokum:

„Síðan fór hann að finna til í höfðina og höndinni því hann vissi ekkert hvað gerðist."


Tengdar fréttir

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram

Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap

Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×