Mbappe hélt uppteknum hætti gegn Dortmund | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 18:30 Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað til dagsins í dag vegna sprengjuárásar sem gerð var við rútu Dortmund-liðsins. Leikurinn í dag var mikil skemmtun eins og þessara liða er von og vísa. Monaco fékk vítaspyrnu á 17. mínútu en Fabinho skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar kom Mbappe Monaco yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Thomas Lemar. Mbappe var reyndar rangstæður þegar hann skoraði og markið átti því ekki að standa. Tíu mínútum fyrir hálfleik skoraði svo Sven Bender klaufalegt sjálfsmark og kom Monaco í 0-2. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Dortmund, gerði tvær breytingar í hálfleik og það hleypti nýju lífi í leik þýska liðsins. Ousmané Dembélé minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu og allt opið. Mbappe var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hann komst inn í slaka sendingu Lukasz Piszczek og skoraði af öryggi. Hans fjórða mark í síðustu þremur leikjum í Meistaradeildinni. Shinji Kagawa gaf Dortmund svo von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 2-3 með afar laglegu marki sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-3, Monaco í vil. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.Leik lokið: Monaco fer með sigur af hólmi, 2-3. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessum leik. Monaco er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli en það getur enn allt gerst.84. mín: 2-3!!! Kagawa með frábær tilþrif og minnkar muninn! Einstaklega vel að verki staðið hjá Japanum.79. mín: 1-3!!! Mbappé skorar sitt annað mark og kemur Monaco aftur tveimur mörkum yfir! Frakkinn ungi kemst inn í slaka sendingu Piszczek, leikur upp að vítateig og klárar færið frábærlega. Þvílíkt efni þessi strákur.75. mín: Falcao hársbreidd frá því að koma Monaco í 1-3! Lemar finnur Kólumbíumanninn sem leikur á Bürki en hittir svo ekki markið.70. mín: Tuttugu mínútur til leiksloka. Tekst Dortmund að jafna metin?57. mín: 1-2!!! Dembélé minnkar muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kagawa! Afar mikilvægt mark fyrir Dortmund.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar hjá Dortmund í hálfleik. Christian Pulisic og Nuri Sahin koma inn fyrir Bender og Schmelzer.Hálfleikur: Dortmund er í vondum málum. Thomas Tuchel þarf að koma með einhverja þrumuræðu í hálfleik.35. mín: 0-2!!! Sjálfsmark! Raggi sendir fyrir frá vinstri og Bender skallar boltann í eigið mark!31. mín: Fín sókn hjá Dortmund. Ginter finnur Kagawa inni í teignum en Japaninn skýtur framhjá. Hitti boltann illa.29. mín: Fyrir utan skotið frá Aubameyang hefur Dortmund ekki náð að ógna marki Monaco.19. mín: 0-1!!! Ungstirnið Mbappé kemur gestunum yfir! Lemar sendir fyrir og Mbappé fær boltann í sig og inn fer boltinn. Frakkinn er reyndar rangstæður og því á markið ekki að standa.17. mín: Framhjá!!! Fabinho skýtur framhjá úr vítinu! Þarna sleppa Dortmund-menn vel.16. mín: VÍTI!!! Sokratis brýtur á Mbappé og víti dæmt.11. mín: Aubameyang skýtur yfir úr þröngu færi. Gabonski markahrókurinn minnir á sig.Leikur hafinn: Dortmund byrjar með boltann.Fyrir leik: Það eru stór skörð höggvin í lið Monaco því það vantar báða bakverðina, Djibril Sidibé og Benjamin Mendy, og miðjumanninn Tiemoué Bakayoko.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Dortmund: Bürki; Ginter, Papastathopoulos, Bender; Piszczek, Weigl, Guerreiro, Schmelzer; Dembélé, Aubameyang, Kagawa.Monaco: Subasic; Touré, Glik, Jemerson, Raggi; Silva, Fabinho, Moutinho, Lemar; Falcao, Mbappé.Fyrir leik: Það má búast við fjörugum leik í dag en liðin hafa skorað samtals 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur.Fyrir leik: Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna sprengjuárásar við rútu Dortmund-liðsins. Marc Bartra, miðvörður Dortmund, slasaðist á hendi og gæti misst af restinni á tímabilinu.Fyrir leik:Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Borussia Dortmund og Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað til dagsins í dag vegna sprengjuárásar sem gerð var við rútu Dortmund-liðsins. Leikurinn í dag var mikil skemmtun eins og þessara liða er von og vísa. Monaco fékk vítaspyrnu á 17. mínútu en Fabinho skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar kom Mbappe Monaco yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Thomas Lemar. Mbappe var reyndar rangstæður þegar hann skoraði og markið átti því ekki að standa. Tíu mínútum fyrir hálfleik skoraði svo Sven Bender klaufalegt sjálfsmark og kom Monaco í 0-2. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Dortmund, gerði tvær breytingar í hálfleik og það hleypti nýju lífi í leik þýska liðsins. Ousmané Dembélé minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu og allt opið. Mbappe var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hann komst inn í slaka sendingu Lukasz Piszczek og skoraði af öryggi. Hans fjórða mark í síðustu þremur leikjum í Meistaradeildinni. Shinji Kagawa gaf Dortmund svo von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 2-3 með afar laglegu marki sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-3, Monaco í vil. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.Leik lokið: Monaco fer með sigur af hólmi, 2-3. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessum leik. Monaco er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli en það getur enn allt gerst.84. mín: 2-3!!! Kagawa með frábær tilþrif og minnkar muninn! Einstaklega vel að verki staðið hjá Japanum.79. mín: 1-3!!! Mbappé skorar sitt annað mark og kemur Monaco aftur tveimur mörkum yfir! Frakkinn ungi kemst inn í slaka sendingu Piszczek, leikur upp að vítateig og klárar færið frábærlega. Þvílíkt efni þessi strákur.75. mín: Falcao hársbreidd frá því að koma Monaco í 1-3! Lemar finnur Kólumbíumanninn sem leikur á Bürki en hittir svo ekki markið.70. mín: Tuttugu mínútur til leiksloka. Tekst Dortmund að jafna metin?57. mín: 1-2!!! Dembélé minnkar muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kagawa! Afar mikilvægt mark fyrir Dortmund.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar hjá Dortmund í hálfleik. Christian Pulisic og Nuri Sahin koma inn fyrir Bender og Schmelzer.Hálfleikur: Dortmund er í vondum málum. Thomas Tuchel þarf að koma með einhverja þrumuræðu í hálfleik.35. mín: 0-2!!! Sjálfsmark! Raggi sendir fyrir frá vinstri og Bender skallar boltann í eigið mark!31. mín: Fín sókn hjá Dortmund. Ginter finnur Kagawa inni í teignum en Japaninn skýtur framhjá. Hitti boltann illa.29. mín: Fyrir utan skotið frá Aubameyang hefur Dortmund ekki náð að ógna marki Monaco.19. mín: 0-1!!! Ungstirnið Mbappé kemur gestunum yfir! Lemar sendir fyrir og Mbappé fær boltann í sig og inn fer boltinn. Frakkinn er reyndar rangstæður og því á markið ekki að standa.17. mín: Framhjá!!! Fabinho skýtur framhjá úr vítinu! Þarna sleppa Dortmund-menn vel.16. mín: VÍTI!!! Sokratis brýtur á Mbappé og víti dæmt.11. mín: Aubameyang skýtur yfir úr þröngu færi. Gabonski markahrókurinn minnir á sig.Leikur hafinn: Dortmund byrjar með boltann.Fyrir leik: Það eru stór skörð höggvin í lið Monaco því það vantar báða bakverðina, Djibril Sidibé og Benjamin Mendy, og miðjumanninn Tiemoué Bakayoko.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Dortmund: Bürki; Ginter, Papastathopoulos, Bender; Piszczek, Weigl, Guerreiro, Schmelzer; Dembélé, Aubameyang, Kagawa.Monaco: Subasic; Touré, Glik, Jemerson, Raggi; Silva, Fabinho, Moutinho, Lemar; Falcao, Mbappé.Fyrir leik: Það má búast við fjörugum leik í dag en liðin hafa skorað samtals 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur.Fyrir leik: Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna sprengjuárásar við rútu Dortmund-liðsins. Marc Bartra, miðvörður Dortmund, slasaðist á hendi og gæti misst af restinni á tímabilinu.Fyrir leik:Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Borussia Dortmund og Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira