Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00