Þingmaður Sjálfstæðisflokks styður ekki óbreytta tillögu um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 13:53 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Vísir/Anton „Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33