Fagnar krókódíllinn nýjum samningi með sigri í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2017 21:15 Jacare í vigtuninni í gær. Visir/Getty UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira