Sebastian Vettel vann í Barein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. apríl 2017 16:31 Sebastian Vettel á Ferrari vann keppnina í Barein. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Vettel nær sér með þessu í sjö stiga forskot í heimsmeistararkeppni ökumanna. Spennan magnast í Formúlunni þetta tímabilið. Bottas hélt forystunni í ræsingunni en Vettel vann sig fram úr Lewis Hamilton. Kimi Raikkonen tapaði tveimur sætum í ræsingunni. Vettel hóf þegar að pressa á Bottas. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring og tók ofur-mjúk dekk undir, með það fyrir augum að ná að setja hraða hringi til að ná fram úr Bottas þegar hann tæki þjónustuhlé. Max Verstappen fór stjórnlaust beint út af og á varnarvegg á 12. hring. Hann sagði að bremsurnar hafi bilað. Öryggisbíllinn var kallaður út á brautina á 13. hring þegar Lance Stroll á Williams og Carlos Sainz á Toro Rosso lentu í samstuði. Vettel tók forystuna þegar aðrir fremstu menn tóku þjónustuhlé undir öryggisbílnum. Vettel hóf svo að auka forskot sitt og var kominn með tveggja sekúndna forskot á Bottas í öðru sæti, skömmu eftir að öryggisbíllinn fór inn.Valtteri Bottas á Mercedes tókst ekki snúa sínum fyrsta ráspól upp í sigur í dag.Vísir/GettyHamilton fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að hægja að óþörfu á Daniel Ricciardo þegar báðir voru á leiðinni inn á þjónustusvæðið þegar öryggisbíllinn kom út. Hamilton komst fram úr Bottas á 27. hring eftir að hafa verið hraðari en Bottas töluvert lengi. Hamilton átti að sækja á Vettel og var að því er virðist hleypt fram úr liðsfélaga sínum, Bottas. Vettel tók þjónustuhlé á 33. hring og kom út um fimm sekúndum á undan Bottas sem hafði einnig tekið annað þjónustuhlé. Hamilton tók svo þjónustuhlé á 41. hring og tók annan gang af mjúkum dekkjum undir. Mercedes bílnum vegnar betur á þeim heldur en ofur-mjúku dekkjunum. Hamilton sótti hratt að Bottas og tók um eina og hálfa sekúndu af forskoti liðsfélaga síns eftir að hann tók þjónustuhlé. Hamilton tók svo fram úr Bottas á 47. hring. Hamilton hóf þá eltingaleikinn við Vettel sem hafði um 12 sekúndur í forskot. Hamilton keyrði ansi grimmt og reyndi hvað hann gat til að saxa niður forskot Vettel, en allt kom fyrir ekki og þegar tveir hringir voru eftir virtist Hamilton slá af í eltingaleiknum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45 Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47 Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Vettel nær sér með þessu í sjö stiga forskot í heimsmeistararkeppni ökumanna. Spennan magnast í Formúlunni þetta tímabilið. Bottas hélt forystunni í ræsingunni en Vettel vann sig fram úr Lewis Hamilton. Kimi Raikkonen tapaði tveimur sætum í ræsingunni. Vettel hóf þegar að pressa á Bottas. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring og tók ofur-mjúk dekk undir, með það fyrir augum að ná að setja hraða hringi til að ná fram úr Bottas þegar hann tæki þjónustuhlé. Max Verstappen fór stjórnlaust beint út af og á varnarvegg á 12. hring. Hann sagði að bremsurnar hafi bilað. Öryggisbíllinn var kallaður út á brautina á 13. hring þegar Lance Stroll á Williams og Carlos Sainz á Toro Rosso lentu í samstuði. Vettel tók forystuna þegar aðrir fremstu menn tóku þjónustuhlé undir öryggisbílnum. Vettel hóf svo að auka forskot sitt og var kominn með tveggja sekúndna forskot á Bottas í öðru sæti, skömmu eftir að öryggisbíllinn fór inn.Valtteri Bottas á Mercedes tókst ekki snúa sínum fyrsta ráspól upp í sigur í dag.Vísir/GettyHamilton fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að hægja að óþörfu á Daniel Ricciardo þegar báðir voru á leiðinni inn á þjónustusvæðið þegar öryggisbíllinn kom út. Hamilton komst fram úr Bottas á 27. hring eftir að hafa verið hraðari en Bottas töluvert lengi. Hamilton átti að sækja á Vettel og var að því er virðist hleypt fram úr liðsfélaga sínum, Bottas. Vettel tók þjónustuhlé á 33. hring og kom út um fimm sekúndum á undan Bottas sem hafði einnig tekið annað þjónustuhlé. Hamilton tók svo þjónustuhlé á 41. hring og tók annan gang af mjúkum dekkjum undir. Mercedes bílnum vegnar betur á þeim heldur en ofur-mjúku dekkjunum. Hamilton sótti hratt að Bottas og tók um eina og hálfa sekúndu af forskoti liðsfélaga síns eftir að hann tók þjónustuhlé. Hamilton tók svo fram úr Bottas á 47. hring. Hamilton hóf þá eltingaleikinn við Vettel sem hafði um 12 sekúndur í forskot. Hamilton keyrði ansi grimmt og reyndi hvað hann gat til að saxa niður forskot Vettel, en allt kom fyrir ekki og þegar tveir hringir voru eftir virtist Hamilton slá af í eltingaleiknum.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45 Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47 Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45
Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47
Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30