Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:54 Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni. vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47