Heilagt hjónaband Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun
Á morgun fögnum við sumardeginum fyrsta. Það er margt gott við sumarið, m.a. það að þá ganga margir í heilagt hjónaband, ýmist trúarlega eða borgaralega. Það gleður alltaf hjarta mitt að horfa á brúðhjónin ganga inn kirkjugólfið til að bera fram heit sín um ást, trúfesti og virðingu; hinar þrjár stoðir hjónabandsins. Ég held að gott hjónaband snúist um að vanda sig. Tengslin í lífinu skipta mestu máli og eigi ástúðarbönd að styrkjast þarf maður að vanda sig. Ég sá um daginn rúmlega 40 ára gamla ljósmynd á Fb-síðu vinar míns af nokkrum hjónum standandi fyrir utan heimili foreldra hans. Yst á myndinni voru foreldrar mínir og það sem gladdi mig mest var að sjá hvernig þau héldust í hendur. Ég átti alltaf þá góðu tilfinningu á uppvaxtarárunum að þau lifðu í góðu hjónabandi. Þessi mynd minnti mig á það og kallaði fram þakklæti. Ekki vegna þess að hjónaband foreldra minna hafi verið átakalaust heldur vegna þess að það var heilagt. Hugtakið heilagt hjónaband er ekkert guðsorðagjálfur. Það sem er heilagt er frátekið. Hjón velja að vera frátekin fyrir hvort annað. Ytri þættir skipta þar minnstu máli heldur er það inntakið sem öllu varðar. Í hjónabandi ber fólk ekki ábyrgð hvort á öðru heldur bera hjón ábyrgð á sjálfu sér og framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hjón eru tveir fullveðja jafningjar sem velja að vera vitni að lífi hvor annars og deila kjörum. Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Þá skilur maður hvað er heilagt við hjónabandið. Ég óska brúðhjónum sumarsins heilla og hamingju.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun