Íslenski boltinn

Breiðablik og Valur mætast í úrslitum Lengjubikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís skoraði tvívegis gegn ÍBV.
Fanndís skoraði tvívegis gegn ÍBV. vísir/ernir
Það verða Breiðablik og Valur sem mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna.

Eyjakonurnar í liði Breiðabliks, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, reyndust sínu gamla félagi erfiðar í Fífunni í dag.

Fanndís skoraði tvö mörk og Berglind Björg eitt í 3-0 sigri Breiðabliks sem hefur ekki enn tapað leik í Lengjubikarnum í vetur.

Í hinum undanúrslitaleiknum vann Valur 2-1 sigur á Þór/KA.

Margrét Lára Viðarsdóttir kom Vals yfir einni mínútu fyrir hálfleik en Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði metin eftir klukkutíma.

Það var svo Elín Metta Jensen sem tryggði Val sigurinn og sæti í úrslitaleiknum með marki á 80. mínútu. Þetta var áttunda mark Elínar Mettu í Lengjubikarnum í vetur.

Úrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram 17. apríl næstkomandi.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×